Ljóðakort Reykjavíkur

Ljóðakort Reykjavíkur

Ljóðakort Reykjavíkur var opnað þann 1. október 2013, í tengslum við setningu Lestrarhátíðar í Reykjavík sem var í það skipti helguð borgarljóðum og Reykjavíkurljóðum. Kortið er til þess gert að ljóðaunnendur geti fundið fleygum línum fastan stað í borgarlandslaginu og lesið sig í gegnum stræti og torg. – Ekki ósvipað því sem þekkja má af systurkortinu, Íslandskorti bókmenntanna

Hægt er að þysja inn eða út og hliðra kortinu til með hnöppunum í efra vinstra horni kortsins.

Ljóðakortið er vitaskuld ekki tæmandi og enn í vinnslu. Ertu með ljóð í huga sem hægt er að nálgast á útgefnu formi, og hægt er að finna skýran stað á kortinu? Sendu okkur ábendingu á póstfangið ragna.solveig.gudmundsdottir@reykjavik.is.

 

Smelltu hér til að opna Ljóðakort Reykjavíkur í nýjum glugga.