Ritþing

Rit- og sjónþing - útgáfa

Ritþing Gerðubergs hófust árið 1999. Þeim er ætlað að veita persónulega innsýn í feril íslenskra rithöfunda. Skipulagi þinganna er þannig háttað að höfundur situr fyrir svörum um líf sitt og verk. Umræðum er stýrt af stjórnanda en auk hans eru tveir spyrlar. Áheyrendur er hvattir til að koma með innlegg í umræðurnar.

Ritþingin voru í fyrstu gefin út á prenti og seld á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs. Frá árinu 2004 hafa þau eingöngu verið gefin út á rafrænu formi og eru aðgengileg hér fyrir neðan. Einnig er stór hluti þinganna aðgengilegur á Rafbókasafninu.

 

Höfundar ritþinga

 

2023 - Kristín Ómarsdóttir

Ritþingið Sjáðu fegurð þína, um skáldskap og listferil Kristínar Ómarsdóttur, fór fram í Tjarnarbíó 28. október 2023. Stjórnandi ritþings varHalldór Guðmundsson, um sýningarstjórn myndlistarsýningar sá Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, myndlistarmaður. Spyrlar ásamt stjórnanda voru Jórunn Sigurðardóttir, og Ásta Kristín Benediktsdóttir. Þann 26. október, opnaði myndlistarsýning í sýningarsal Borgarbókasafns Gerðubergs, einkasýning með myndverkum Kristínar Ómarsdóttur, til heiðurs skáldinu. HÉR má lesa og hlusta á viðtal á RÚV sem tekið var í tilefni af ritþinginu.

2021 - Bragi Ólafsson

Ritþing Braga, Á horni Bayswater Road og Lækjargötu, fór fram þann 4. september 2021. Stjórnandi var Guðrún Lára Pétursdóttir og spyrlar voru Kristín Svava Tómasdóttir og Einar Falur Ingólfsson.
Flytjendur á þinginu voru þau Eggert Þorleifsson, Una Sveinbjarnardóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir.
Rafræn útgáfa ritþingsins er enn óútgefin. Hér má hlýða á þátt Jórunnar Sigurðardóttur sem gerði þátt upp úr hljóðritun RÚV á ritþingi Braga

2017 - Vilborg Davíðsdóttir

Ritþing Vilborgar, Undir Aski Yggdrasils, fór fram þann 21. október árið 2017. Stjórnandi var Auður Aðalsteinsdóttir og spyrlar voru Silja Aðalsteinsdóttir og Sverrir Jakobsson.

Flytjendur á þinginu voru þau Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson. 

Rafræn útgáfa ritþingsins er enn óútgefin.

2016 - Sjón

Ritþing Sjóns fór fram þann 22. október árið 2016. Stjórnandi var Gunnþórunn Guðmundsdóttir og spyrlar voru þeir Jón Karl Helgason og Guðni Elísson.

Flytjendur á þinginu voru þær Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran og Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Þær frumfluttu Fjögur næturljóð eftir Atla Heimi Sveinsson, ásamt tónlist eftir Ragnhildi Gísladóttur og Bjarkar Guðmundsdóttur við ljóð Sjóns.

Rafræn útgáfa ritþingsins er enn óútgefin.

2015 - Auður Ava Ólafsdóttir

Ritþing Auðar fór fram þann 7. nóvember árið 2015. Stjórnandi var Guðni Tómasson og spyrlar voru þau Auður Aðalsteinsdóttir og Hallgrímur Helgason.

Flytjandi á þinginu var hljómsveitin Milkywhale, sem flutti tónlist við texta Auðar Övu.

Rafræn útgáfa ritþingsins er enn óútgefin.

2014 - Jón Kalman Stefánsson

Ritþing Jóns fór fram þann 21. október árið 2014. Stjórnandi var Eiríkur Guðmundsson og spyrlar voru þau Þorgerður E. Sigurðardóttir og Gauti Kristmannsson.

Flytjandi á þinginu var Magga Stína, og Vigdís Hrefna Pálsdóttir las úr verkum Jóns.

Jón Kalman Stefánsson: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2013 - Kristín Steinsdóttir

Ritþing Kristínar fór fram þann 12. október árið 2013. Stjórnandi var Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og spyrlar voru þær Katrín Jakobsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir.

Flytjandi á þinginu var Katla Margrét Þorbergsdóttir.

Kristín Steinsdóttir: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2012 – Hallgrímur Helgason

Ritþing Hallgríms fór fram þann 21. apríl árið 2012. Stjórnandi var Þorgerður E. Sigurðardóttir og spyrlar voru þau Alda Björk Valdimarsdóttir og Páll Valsson.

Flytjandi á þinginu var Ragnheiður Gröndal.

Hallgrímur Helgason: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2011 – Vigdís Grímsdóttir

Ritþing Vigdísar var haldið þann 5. nóvember árið 2011. Stjórnandi var Jórunn Sigurðardóttir og spyrill var Þóra Sigríður Ingólfsdóttir. Hrafn Jökulsson aðstoðaði við undirbúning.

Vigdís Grímsdóttir: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2010 – Pétur Gunnarsson

Ritþing Péturs Gunnarssonar fór fram þann 13. nóvember árið 2010. Stjórnandi var Torfi H. Tulinius og spyrlar voru bókmenntafræðingarnir Soffía Auður Birgisdóttir og Kristján Kristjánsson.

Pétur Gunnarsson: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2009 – Kristín Marja Baldursdóttir

Ritþing Kristínar Marju fór fram þann 31. október árið 2009. Stjórnandi var Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur og spyrlar voru þau Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri.

Upplesari á þinginu var Silja Aðalsteinsdóttir íslenskufræðingur.

Kristín Marja Baldursdóttir: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2008 – Einar Kárason

Ritþing Einars Kárasonar fór fram þann 15. apríl árið 2008. Stjórnandi var Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur og spyrlar voru rithöfundarnir Gerður Kristný og Sjón.

Upplesari á þinginu var Karl Guðmundsson, KK lék tónlist.

Einar Kárason: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2007 – Sigrún Eldjárn - rafræn útgáfa

Ritþing Sigrúnar fór fram þann 24. nóvember árið 2007. Stjórnandi var Sigþrúður Gunnarsdóttir og spyrlar voru þau Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Margrét Tryggvadóttir.

Upplesari á þinginu var Valgerður Jónsdóttir.

Sigrún Eldjárn: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2007 – Ingibjörg Haraldsdóttir - rafræn útgáfa

Ritþing Ingibjargar fór fram þann 20. janúar árið 2007. Stjórnandi var Silja Aðalsteinsdóttir og spyrlar voru þau Áslaug Agnarsdóttir og Jón Karl Helgason.

Ingibjörg Haraldsdóttir: ritþing á rafrænu formi (pdf).

2006 – Thor Vilhjálmsson - rafræn útgáfa

Ritþing Thors fór fram þann 21. janúar árið 2006. Stjórandi var Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur og spyrlar voru þeir Sigurður Pálsson rithöfundur og Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur.

Upplesari á þinginu var Steinunn Ólafsdóttir leikari.

Thor Vilhjálmsson: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2005 – Vilborg Dagbjartsdóttir - rafræn útgáfa

Ritþing Vilborgar fór fram þann 2. apríl árið 2005. Stjórnandi var Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og spyrlar voru þau Guðbergur Bergsson rithöfundur og Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.

Upplesarar á þinginu voru þau Viðar Eggertsson leikstjóri og Steinunn Ólafsdóttir leikari.

Vilborg Dagbjartsdóttir: ritþing á stafrænu formi (pdf).

2004 – Arnaldur Indriðason - rafræn útgáfa

Ritþing Arnaldar fór fram þann 17. apríl árið 2004. Stjórnandi var Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur og spyrlar voru þær Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur og Kristín Árnadóttir framhaldsskólakennari.

Upplesari á þinginu var Oddgeir Eysteinsson.

Arnaldur Indriðason: ritþing á rafrænu formi (pdf).

2002 – Matthías Johannesen 

Ritþing Matthíasar fór fram þann 9. nóvember árið 2002. Stjórnandi var Silja Aðalsteinsdóttir og spyrlar voru Ástráður Eysteinsson og Bernard J. Scudder.

Flytjendur á þinginu voru Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari.

Matthías Johannessen: ritþing á leitir.is.

2002 – Ólafur Haukur Símonarsson

Ritþing Ólafs Hauks fór fram þann 16. mars árið 2002. Stjórnandi var Kristján Þórður Hrafnsson rithöfundur og spyrlar voru Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri og Guðrún S. Gísladóttir leikkona.

Flytjendur á þinginu voru Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona, Jóhann Sigurðsarson leikari, Olga Guðrún Árnadóttir söngkona og Jóhann G. Jóhannsson píanóleikari.

Ólafur Haukur Símonarson: ritþing á leitir.is.

2001 – Steinunn Sigurðardóttir

Ritþing Steinunnar Sigurðardóttir fór fram þann 10. nóvember árið 2001. Stjórnandi var Kristján B. Jónasson bókmenntafræðingur og spyrlar voru þau Vigdís Finnbogadóttir og Sjón.

Upplesari á þinginu var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Steinunn Sigurðardóttir: ritþing á leitir.is.

2001 – Sigurður Pálsson

Ritþing Sigurðar fór fram þann 28. apríl árið 2001. Stjórnandi var Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur og spyrlar voru Vigdís Grímsdóttir og Kristján Þórður Hrafnsson.

Flytjendur á þinginu voru Edda Heiðrún Backman leikkona, Benedikt Erlingsson leikari og Jóhann G. Jóhannsson píanóleikari.

Sigurður Pálsson: ritþing á leitir.is.

2000 – Einar Már Guðmundsson

Ritþing Einars Más var haldið þann 4. nóvember árið 2000. Stjórnandi var Silja Aðalsteinsdóttir og spyrlar voru Guðni Elísson og Bjarni Þorsteinsson.

Flytjendur á þinginu voru Tómas R. Einarsson og Einar Már sjálfur.

Einar Már Guðmundsson: ritþing á leitir.is.

2000 – Þórarinn Eldjárn

Ritþing Þórarins Eldjárn fór fram þann 11. mars árið 2000. Stjórnandi var Andri Snær Magnason rithöfundur og spyrlar voru rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Adda Steina Björnsdóttir.

Flytjendur á þinginu voru þeir Steindór Andersen kvæðamaður, Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður og Örn Árnason leikari.

Þórarinn Eldjárn: ritþing á leitir.is.

1999 – Guðrún Helgadóttir

Ritþing Guðrúnar fór fram þann 25 september árið 1999. Stjórnandi var Illugi Jökulsson og spyrlar voru Hildur Hermóðsdóttir og Eyþór Arnalds.

Lesarar á þinginu voru Guðrún Gísladóttir og Ástrós Gunnlaugsdóttir.

Guðrún Helgadóttir: ritþing á leitir.is.

1999 – Árni Ibsen

Ritþing Árna Ibsen fór fram þann 29. maí árið 1999. Stjórnandi var Hávar Sigurjónsson leikhúsfræðingur og spyrlar voru Sveinn Einarsson og Hlín Agnarsdóttir.

Flytjendur á þinginu voru leikararnir Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir.

Árni Ibsen: ritþing á leitir.is.

1999 – Guðbergur Bergsson

Guðbergur var fyrsti rithöfundur ritþinganna, þing hans fór fram þann 27. mars árið 1999. Umsjónarmaður var Jón Yngvi Jóhannsson og spyrlar voru þau Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur og Tómas R. Einarsson hljómlistarmaður.

Upplesari var Viðar Eggertsson leikari og leikstjóri.

Guðbergur Bergsson: ritþing á leitir.is.