Vorvindar IBBY 2024 - Verðlaunahafar

Vorvindar IBBY 2024 | Verðlaunahafar

Vorvindar eru verðlaun sem IBBY á Íslandi veitir einstaklingum og stofnunum fyrir framlag sitt til barnamenningar.  Við óskum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju með verðlaunin sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni 26. maí síðastliðinn.

Verðlaunahafar ársins 2024

Embla Bachmann fyrir útgáfu barnabóka og umfjöllun um barnabókmenntir 

Iðunn Arna fyrir myndlýsingar í fjölda barnabóka og námsbóka fyrir börn

Kvistur bókaútgáfa fyrir vandaðar þýðingar og útgáfu á barnabókum.

Þórunn Arna Kristjánsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framlag til barnamenningar með metnaðarfullu starfi sem leikstjóri og leikgerðarhöfundur.

HÉR má lesa afhendingarræður sem fluttar voru í Borgarbókasafninu Grófinni.

Materials