Persónur úr njálu
Persónur úr njálu

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Ertu alveg viss? | Stutt innlit í Brennu-Njáls sögu

Fimmtudagur 14. febrúar 2019 - Fimmtudagur 28. mars 2019

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Ertu alveg viss? þar sem þessari ástsælu Íslendingasögu verður miðlað á nýstárlegan hátt á Borgarbókasafninu í Grófinni fimmtudaginn 14. febrúar kl. 17:00.

Sýningin er unnin af Gagarín, Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur listamanni, Borgarbókasafninu og þremur bókasöfnum í Kaupmannahöfn og verður hún sett upp á sex bókasöfnum á Norðurlöndum á komandi mánuðum.

Brennu-Njáls saga er án efa vinsælasta Íslendingasagan og er mikilvægur hluti af menningararfi íslensku þjóðarinnar. Í sögunni takast á sterkar persónur í heimi þar sem heiður og virðing skipta öllu máli. Gestum í Grófinni er boðið að velta fyrir sér hvernig tekist er á við sæmd og skömm í sögunni og hvort upplifun sögupersóna sé svipuð því sem við þekkjum í samfélaginu okkar í dag.
Getum við sett okkur í spor Njáls, Gunnars, Hallgerðar og Bergþóru? Er almenningsálitið að drepa okkur eða er það kannski það sem eina sem heldur í okkur lífi?

Sýningin er tilraun til að miðla söguheimi bókmenntanna á annan hátt en venjan er og kynntar verða nýjar boðleiðir til gesta bókasafnsins. Brennu-Njáls saga er kjörinn vettvangur fyrir slíkar tilraunir þar sem um er að ræða verk sem flestir Íslendingar þekkja og talar til þjóðarinnar. Njála er lifandi verk eins og sjá má á þeim óteljandi aðlögunum sem hafa verið unnar upp úr verkinu. Markmiðið er að vekja áhuga gesta á bókmenntaarfinum sem og þeim nýju boðleiðum sem tæknin býður upp á.

Verið velkomin í innlit á Borgarbókasafnið í Grófinni þar sem söguheimur Njálu bíður eftir ykkur, opinn öllum.

---

Info in English on Facebook event.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is