
Um þennan viðburð
Barnamenningarhátíð | Myndirnar lifna við
Verið velkomin á þennan einstaka viðburð þar sem börn (og öll sem eru ung í anda) fá að hitta Tufta, þriggja metra háan vingjarnlegan tröllkall, sem gleður öll viðstödd með nærveru sinni og fjörugum samskiptum. Frábært tækifæri fyrir börnin að hitta alvöru tröll augliti til auglitis og upplifa töfra ævintýranna lifna við.
Á sama tíma mun hinn ástsæli myndskreytir, Brian Pilkington, teikna hin ýmsu tröll og kynjaverur eftir óskum gesta, fanga á pappír töfrana úr hugum viðstaddra og sýna ferlið við að teikna furðuverur. Brian er landsmönnum að góðu kunnur og þekktur fyrir einkennandi og hlýlegar barnabókateikningar sínar af tröllum, álfum og jólasveinum.
Viðburðurinn er ekki bara skemmtilegur – hann er líka fræðandi! Í gegnum fjörleg samskipti Tufta og Brians við börnin læra þau um sagnagerð, myndskreytingar og töfra bókmenntanna, sem ýtir undir lestraráhuga og kveikir á ímyndunaraflinu. Með þessu býðst gestum frábært tækifæri til að upplifa listina og sjá hvernig sköpunarferlið er allt frá byrjun.
Öll velkomin.
Skoðið yfirlit yfir viðburði Borgarbókasafnsins á Barnamenningarhátíð hér.
Viðburður á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, sérfræðingur
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250