Spjöllum með hreim

In English -Po Polsku

Spjöllum með hreim eru fjölbreyttar samverustundir fyrir þau sem vilja æfa sig að tala íslensku í vinalegu umhverfi. Viðburðirnir, sem haldnir eru vikulega, eru einnig frábær leið til að kynnast öðrum sem eru líka að læra.  Leiðbeinendur hafa mikla reynslu í að kenna íslensku sem annað mál. 

Öll velkomin, einnig þau sem eru að byrja að læra íslensku! 

Allir viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Grófinni, eru ókeypis og engin skráning, bara mæta, þú mátt koma eins oft og þú vilt! 


Spjöllum með hreim skiptist í fjórar tegundir viðburða sem gestir geta valið úr eftir áhugasviði og kennsluaðferð. Kíktu á dagskrána hér fyrir neðan og sjáðu hvað hentar þér best! Á öllum viðburðunum erum við einnig með fjölbreytt safn borðspila fyrir öll getustig, líka byrjendur, ef einhver vilja nota spil til að æfa sig að tala íslensku.

Dagskráin vor 2024:

Lesum og spjöllum á íslensku (Chat and read in Icelandic)


Bókaklúbbur þar sem við lesum saman bók og hittumst einu sinni í mánuði til að ræða hana, spyrja kennarann spurninga og segja frá upplifun okkar. Bókaklúbburinn er hugsaður fyrir þau sem eru á stigi B1-B2 í íslensku. 

Laugardagurinn 20.janúar  | 11:30-13:30
Laugardagurinn 17. febrúar | 11:30-13:30
Laugardagurinn 16. mars | 11:30-13:30
Laugardagurinn 18. maí | 11:30-13:30
Laugardagurinn 15. júní | 11:30 - 13:30 

Föndrum og spjöllum á íslensku (Chat and Craft in Icelandic) 


Finnst þér gott að dunda við eitthvað á meðan þú spjallar? Gengur þér betur að læra þegar þú vinnur að einhverju í höndunum, til dæmis föndrar eitthvað fínt?
Komdu og æfðu þig að tala íslensku í notalegu og afslöppuðu umhverfi. Við föndrum, fáum okkur kaffi/te og spjöllum. Viðburðurinn er hugsaður fyrir byrjendur í íslensku en er opinn öllum. 

Laugardagurinn 27. janúar  | 11:30-13:30
Laugardagurinn 24. febrúar | 11:30-13:30
Laugardagurinn 23. mars | 11:30-13:30
Laugardagurinn 27. apríl | 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 25. maí | 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 22. júní | 11:30 - 13:30 


Skoðum og spjöllum á íslensku (Chat and Explore in Icelandic)

 


Langar þig að rölta um miðborg Reykjavíkur og skoða skemmtilegar sýningar á fjölbreyttum menningarstofnunum á meðan þú æfir þig að spjalla á íslensku? Við hittumst einu sinni í mánuði og kynnumst borginni betur. Leiðsagnirnar fara fram á íslensku en reyndur kennari fylgir hópnum og aðstoðar ef á þarf að halda.

Laugardagurinn 3. febrúar | 11:30-13:30 
Laugardagurinn 2. mars | 11:30-13:30
Laugardagurinn 5. apríl  | 11:30-13:30
Laugardagurinn 4. maí | 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 1. júní | 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 29. júní | 11:30 - 13:30 


Spilum og spjöllum á íslensku (Chat and play in Icelandic) 


Við spjöllum, spilum borðspil, leysum krossgátur og höfum gaman saman. Við eigum spil fyrir öll getustig og kennararnir aðstoða ef á þarf að halda og hjálpa til við að finna spil sem hentar. Öll velkomin, einnig þau sem eru að byrja að læra íslensku! 

Laugardagurinn 13. janúar | kl. 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 10. febrúar | kl. 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 9. mars | kl. 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 13. apríl | kl. 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 11. maí | kl. 11:30 - 13:30 
Laugardagurinn 8. júní | kl. 11:30 - 13:30 

Frábærir og reynslumiklir leiðbeinendur aðstoða þátttakendur. HÉR er hægt að kynnast þeim. 

Saga Jen Zhang og Garance Merholz mæta reglulega á Spilum og spjöllum og segja það frábæra leið til að læra tungumálið og kynnast nýju fólki. Hér má lesa viðtal við Sögu og hér má lesa viðtal við Garance þar sem hvor um sig deilir reynslunni af viðburðunum og gleðinni. 

Viðburðaröðin er styrkt af félags-og atvinnumálaráðuneytinu og samfélagssjóði BM Vallár, Hjálparhellan.

   

Nánari upplýsingar veita:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningarmálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is 

Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is