
Um þennan viðburð
Skoðum og spjöllum
Komdu og æfðu þig að tala íslensku í notalegu og afslöppuðu umhverfi og hittu fleiri sem eru líka að læra. Öll velkomin - líka byrjendur!
Þátttaka er ókeypis og engin skráning, bara mæta!
Langar þig að rölta um miðborg Reykjavíkur og skoða skemmtilegar sýningar á fjölbreyttum menningarstofnunum á meðan þú æfir þig að spjalla á íslensku?
Við hittumst á Torginu, 1.hæðinni á Borgarbókasafninu Grófinni (í miðbænum), fáum okkur kaffi/te og förum yfir orð sem nýtast munu í safnaheimsókn dagsins, áður en við röltum saman á sýninguna og kynnumst borginni betur. Söfnin eru öll í göngufjarlægð frá Grófinni. Leiðsagnirnar fara fram á íslensku en reyndur íslenskukennari fylgir hópnum og aðstoðar ef á þarf að halda.
Skoðum og spjöllum er hluti af viðburðaröðinni Spjöllum með hreim (Let's chat with an accent), þar sem boðið er upp á fjórar skemmtilegar og ólíkar leiðir til að æfa sig að tala íslensku undir handleiðslu reyndra kennara.
Hér getur þú lesið meira um Spjöllum með hreim og séð alla dagskrána.
Fyrir nánari upplýsingar:
Hildur Björgvinsdóttir, verkefnastjóri viðburða og fræðslu
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is