Spilum og spjöllum hlýtur verkefnastyrk


Verkefnið Spilum og spjöllum á íslensku hlaut nýverið styrk úr Samfélagssjóði Landsbankans

Á Spilum og spjöllum gefst þeim sem eru að læra íslensku, byrjendum og lengra komnum, tækifæri til að hittast á bókasafninu, æfa sig í að tala málið undir handleiðslu reyndra kennara og nota til þess borðspil, til að brjóta ísinn og auka orðaforðann. 

Verkefnið höfum við þróað undanfarin tvö ár með okkar frábæru íslenskukennurum, Hildi Loftsdóttur og Sigurði Hermannssyni. Hlökkum við mikið til áframhaldandi samstarfs á nýju ári. 

Komdu og spilaðu með okkur, fáum okkur kaffi/te, spjöllum og höfum það notalegt saman. Þátttaka er ókeypis og engin skráning

Dagskrá vor 2023

Saga Jen Zhang og Garance Merholz mæta reglulega á Spilum og spjöllum og segja það frábæra leið til að læra tungumálið og kynnast nýju fólki. Hér má lesa viðtal við Sögu og hér má lesa viðtal við Garance þar sem hvor um sig deilir reynslunni af viðburðunum og gleðinni. 

Þökkum Landsbankanum kærlega fyrir stuðninginn og hlökkum til að halda áfram að spila og spjalla á íslensku.