Menning og fræðsla fyrir 7-12 ára

Fræðsla í boði fyrir 8-12 ára

Bókasöfn eru mikilvægur griðastaður í erli dagsins. Þangað er alltaf gott að koma – og það kostar ekkert! Á safninu geta krakkar sótt sér innblástur og tekið þátt í skapandi og lestrarhvetjandi verkefnum. 

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreytta og spennandi fræðslu fyrir krakka í 2. – 7. bekk:

Viljið þið kynna ykkur alla þá möguleika sem Verkstæðið býr yfir? Leyfa krökkunum að prófa þrívíddarprentara, læra forritun með aðstoð Minecraft eða leika með MakeyMakey? Við tökum vel á móti ykkur á Verkstæði Borgarbókasafnsins. 

Við setjum upp reglulega nýjar sýningar og bjóðum upp á leiðsagnir um ýmsar spennandi sýningar á safninu. 

Við erum líka með ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir krakka eftir að skólatíma lýkur.  Börnin geta skráð sig og tekið þátt í hinum ýmsu klúbbum og í Gerðubergi er boðið upp á heimanámsaðstoð.  Við hvetjum krakka á öllum aldri til þess að nýta sér aðstöðuna á Borgarbókasafninu til þess að hitta vini sína, læra, leika sér og slappa af eftir að skóladegi lýkur. 

Fáið frekari upplýsingar og bókið fræðslu með því að senda tölvupóst á fraedsla@borgarbokasafn.is eða hringja á söfnin!

Verkefnastjóri barna- og unglingastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is.