Sögur af Vigdísi

Í september 2020 verður opnuð ný sýning í Gerðubergi sem fjallar um ævi og áhrif frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands. Sýningin byggir á vinsælli barnabók rit- og myndhöfundarins Ránar Flygenring, Vigdís, bókin um fyrsta konuforsetann. Embla Vigfúsdóttir sér um sýningarstjórn og framleiðslu sýningarinnar í samstarfi við Rán Flygenring.

Sýningin er sérstaklega ætluð börnum á aldrinum 6-12 ára og verður lögð áhersla á borgaralega þátttöku, lýðræði, fyrirmyndir og mannréttindi.

Nú leitum við til allra þeirra sem eiga minningar af Vigdísi, hvort sem það var áður en hún tók við embætti, sem forseti eða eftir að hún lét af störfum.
- Manst þú hvar þú varst stödd/staddur þegar hún var kjörin forseti Íslands?
- Hefur þú hitt hana?
- Hvernig hefur Vigdís Finnbogadóttir haft áhrif á líf þitt?
Deildu því með okkur með því að skrifa stutta frásögn í boxið hér að neðan ásamt netfangi. Einnig er hægt að setja mynd eða önnur skjöl sem viðhengi. Rætt verður við viðkomandi ef frásagnirnar verða notaðar í sýningunni og hvort viðkomandi vilji að nafn sitt komi fram.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir
verkefnastjóri bókmennta
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is 

Flokkur
Merki
UppfærtFimmtudagur, 15. júní, 2023 10:26