Ljóðaslamm og ljóðasmiðjur
Hefur þú fundið þína rödd?
Borgarbókasafnið hefur reglulega staðið fyrir ljóðaslammi og ljóðasmiðjum fyrir unglinga og ungt fólk. Á árunum 2008-2015 fór árlegt Ljóðaslamm fram í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt, en árið 2017 fór það fram fyrir nærri fullum sal í Tjarnarbíói. Upptökur frá Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins má nálgast á Youtube-síðu safnsins.
Safnið stendur einnig reglulega fyrir smiðjum í ljóðtextagerð og ljóðaflutningi í samvinnu við mörg skemmtilegustu skáld dagsins. Hefur þú fundið þína rödd? Leyfðu slammfræðingum og röppurum að aðstoða þig við leitina! Fylgstu með viðburðadagatalinu okkar.
Langar þig að læra eitthvað sérstakt í tengslum við ljóðagerð eða ljóðaflutning? Sendu okkur ábendingu á fraedsla@borgarbokasafn.is!