Ljóðaslamm 2017
Ljóðaslamm 2017

Ljóðaslamm 2017

Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2017 fór fram 30. mars í Tjarnarbíó, en það var í fyrsta skipti sem slammið var haldið utan menningarhúsa Borgarbókasafnsins. Fimmtán keppendur tóku þátt og keppt var í þremur umferðum. Sigurvegari var Jón Magnús Arnarsson. 

Vegna ónógrar þátttöku féll Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins niður árið 2016 en var ári síðar endurvakið í nýjum búningi. Um leið var það fært nær evrópskri slammhefð og túlkun á reglum ljóðaslamms. Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs þar sem áherslan er ekki síður á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupplestur ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan lögð á ljóðaflutning sem sviðslist. Viðtökur áhorfenda skáru úr um hvaða ljóð bar sigur úr býtum og var notast við hávaðamæli til þess að ákvarða það. Dómaravaldið lá því í höndum áhorfenda. 

Slammstýra var Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir og fulltrúi Reykjavíkur Bókmenntaborgar í evrópska slammverkefninu Drop the Mic. 

Hér fyrir neðan má sjá Jón Magnús í úrslitum keppninnar, og hér er listi með upptökum úr keppninni allri.

Flokkur
Merki
UppfærtFöstudagur, 2. febrúar, 2024 10:15