Krakkar! Hvað viljið þið lesa?

Spennandi lesefni og afþreying fyrir alla

Í barnadeildunum okkar er fjölbreytt efni fyrir börn; myndabækur, léttlestrarbækur, vísnabækur, ævintýri, tónlist, hljóðbækur, kvikmyndir, fræðsluefni og því um að gera að prófa sig áfram og finna út hvar áhuginn liggur. Við hvetjum krakka til að nýta sér aðstoð barnabókavarðanna þegar kemur að því að finna skemmtilegt efni, því þeir eru ávallt boðnir og búnir að aðstoða við val á bókum sem henta aldri og áhugamálum hvers og eins. 

Við bjóðum líka upp á margt skemmtilegt sem hvetur krakkana áfram í töfraheimum lestursins; Sumarlestur, sumarbingó, ritsmiðjur, barnabókasýningar, lestraráskoranir og margt fleira.

Vissir þú að börn og unglingar fá frítt skírteini til 18 ára aldurs?  

Vissir þú að börn og unglingar mega hafa fimmtán gögn (bækur, teiknimyndasögur, tónlist, tímarit o.fl.) að láni í einu?

Kíktu á leslistana hér að neðan til að finna eitthvað skemmtilegt að lesa!