Sumarlestur 2025 | Lestrarsprettur Lindu landnámshænu

Linda landnámshæna leggur af stað

Hefur þú komið til Terra Gallina?

Linda landnámshæna fann fjársjóðskort í hillunni hjá afa sínum kapteini Langlegg, sem hvarf á undarlegan hátt ásamt páfagauknum sínum, Hananú. Sæktu vegabréf á næsta Borgarbókasafni og farðu í svakalega svaðilför með Lindu landnámshænu. Kannski rekist þið á afa Langlegg og Hananú!

Linda landnámshæna

Það eina sem þú þarft að gera er að lesa í 15 mínútur á dag þar til þú lendir á stjörnu. Þá getur þú farið á bókasafnið og fengið stimpil í vegabréfið. Takmarkið er svo auðvitað að heimsækja alla áhugaverðu staðina í Hænulandi (það er sko það sem Terra Gallina þýðir) og fá stimpil á allar stjörnurnar. Fyrir hvern stimpil færðu happamiða og gætir unnið verðlaun. Hver veit nema heppnin verði með þér!

Kynningarveggspjald

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

Egg sjóræningi