Velkomin á bókasafnið
Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal er nýjasta bókasafn borgarinnar. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bókum, borðspilum og tímaritum. Auk þess sem notendur hafa aðgang að tölvum, hljóðveri, smiðju og sal. Ef ykkur finnst eitthvað vanta í safnkostinn endilega látið okkur vita.
Borgarbókasafnið deilir húsnæði með skólum, sundlaug og íþróttamiðstöð hverfisins. Bókasafnið er opið á opnunartíma sundlaugarinnar og þá er ykkur velkomið að nýta ykkur safnið, finna bók, skila bók eða bara njóta þess að slaka á, svo lengi sem ljósin eru kveikt. Á þjónustutíma er starfsfólk okkar tilbúið að aðstoða og veita ykkur upplýsingar.
Það er tvennskonar fyrirkomulag á þjónustu okkar við gesti safnsins, annarsvegar þjónustutími þar sem starfsfólk safnsins er inn á safninu og aðstoðar gesti eftir þörfum og hinsvegar opnunartími þar sem gestir notast við sjálfsafgreiðsluvélar og upplýsingarskjái. Opnunartími safnsins helst í hendur við opnunartíma sundlaugarinnar, safnið opnar því snemma og lokar seint.
Staðsetning og samgöngur
Við erum til húsa við Úlfarsbraut 122-124. Mjög gott aðgengi er fyrir hreyfihamlaða frá bílastæði við aðalinngang, önnur bílastæði eru við Framheimilið. Hjólastæði eru við norðurhlið hússins. Lyfta er í húsinu. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó. Sjá nánar á vefsíðu Strætó.
Unnar Geir Unnarsson er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Úlfasárdal, unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is
Borgarbókasafnið | Menningarhús Úlfarsárdal
Úlfarsbraut 122-124, 113 Reykjavík
ulfarsa@borgarbokasafn.is | s. 411 6270