Aðstaða og salaleiga í Úlfarsárdal
Við bjóðum upp á bjarta og fjölbreytta aðstöðu í notalegu rými, tilvalið er að hittast á safninu til að spjalla, læra saman eða halda minni fundi.
Yngstu börnin, eldri börn og unglingar og þau fullorðnu eiga öll sína eigin staði í safninu en rýmið er opið og öll njótum við þess saman. Það er notalegt að tylla sér í sófana við svalagluggann, kíkja í nýjustu blöðin og bækurnar og sötra gott kaffi.
Fjölbreyttir viðburðir og fræðsla er í boði fyrir börn og fullorðna, hvort sem það eru námskeið í Smiðjunni, bókakaffi inn á safni eða stærri viðburðir í salnum.
Viltu leigja sal, fundarherbergi og tölvurými? Sjá yfirlit hér fyrir neðan.
Frítt aðgengi er að tölvunum í Skemmunni og þar er hægt að fylgjast með fréttum eða spila tölvuleiki. Notendur geta fengið að ljósrita, prenta eða skanna gögn gegn vægu gjaldi.
Hljóðverið er vel tækjum búið og hentar fyrir hljómsveitir og einstaklinga sem vilja hljóðrita sér til gamans eða alvöru.
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal er opið rými allra, þar sem þú getur sótt þér fróðleik og afþreyingu, hitt vini eða bara komið til að slaka á og hanga.
Viltu bóka fundarherbergi eða sal hjá okkur?
Helga Friðriksdóttir, rekstrarstjóri, svarar verðfyrirspurnum og annast bókanir: helga.fridriksdottir@reykjavik.is.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit þeirra rýma sem við bjóðum upp á.
Miðgarður – fjölnotasalur
Salurinn hentar mjög vel fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi, leiksýningar, tónleika og ýmis konar viðburðahald.
Stærð
- 200 m2
- 80-100 manns við borð
- 140-180 manns í röðum („bíó“-uppstilling )
- Bakaðstaða fyrir listamenn
Tæknibúnaður
- Skjávarpi
- Tjald
- Þráðlaust net
- „Airserver“
- Hljóðkerfi
Verðskrá
- Leiga virka daga, 1/2 dagur, kr. 30.000
- Leiga virka daga, heill dagur, kr. 48.000
- Leiga virka daga, kvöld (18-22), kr. 45.000
- Helgarleiga, kr. 70.000 dagur/kvöld
- Hljóðkerfi og uppsetning, kr. 10.000
Smiðjan
Salurinn hentar vel fyrir námskeið og fundi.
Stærð
- 33 m2
- 16 – 20 manns við langborð
- Innrétting og vaskur.
Tæknibúnaður
- Stór skjár 70"
- Þráðlaust net
- „Airserver“
Verðskrá
- Virka daga, 1/2 dagur, kr. 18.000
- Virka daga, heill dagur, kr. 28.000
- Virka daga, kvöld (18-22), kr. 25.000
- Helgarleiga, dagur/kvöld kr. 40.000
Skemman
Herbergið hentar vel til tölvukennslu og fyrir námskeið.
Stærð
- 26 m2
- 5 manns í sæti
- leikjatölvur/leikjastólar
Tæknibúnaður
- Tölvur
- Þráðlaust net
- 70" skjár
- „Airserver“
Verðskrá
- Virka daga, 1/2 dagur, kr. 18.000
- Virka daga, heill dagur, kr. 28.000
- Virka daga, kvöld (18-22), kr. 25.000
- Helgarleiga, dagur/kvöld kr. 40.000
Nánari upplýsingar, verðfyrirspurnir og bókanir:
Helga Friðriksdóttir, rekstrarstjóri
helga.fridriksdottir@reykjavik.is