Aðstaða í Úlfarsárdal

Við bjóðum upp á bjarta og fjölbreytta aðstöðu í notalegu rými, tilvalið er að hittast á safninu til að spjalla, læra saman eða halda minni fundi.

Yngstu börnin, eldri börn og unglingar og þau fullorðnu eiga öll sína eigin staði í safninu en rýmið er opið og öll njótum við þess saman. Það er notalegt að tylla sér í sófana við svalagluggann, kíkja í nýjustu blöðin og bækurnar og sötra gott kaffi.

Fjölbreyttir viðburðir og fræðsla er í boði fyrir börn og fullorðna, hvort sem það eru námskeið í Smiðjunni, bókakaffi inn á safni eða stærri viðburðir í salnum.

Frítt aðgengi er að tölvunum í Tölvuverinu og þar er hægt að fylgjast með fréttum, spila tölvuleiki, eða vinna myndefni og tónlist. Notendur geta fengið að ljósrita, prenta eða skanna gögn gegn vægu gjaldi.

Hljóðverið er vel tækjum búið og hentar fyrir hljómsveitir og einstaklinga sem vilja hljóðrita sér til gamans eða alvöru.

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal er opið rými allra, þar sem þú getur sótt þér fróðleik og afþreyingu, hitt vini eða bara komið til að slaka á og hanga.

Nánari upplýsingar veitir:

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is