Velkomin í Spöngina

Á bókasafninu í Spönginni er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum og öðru efni. Huggulegt er að lesa dagblöðin og nýjustu tímaritin yfir rjúkandi kaffibolla við fallegu gluggana á jarðhæðinni.

Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Sýningarhaldið í Spönginni er blómlegt og við bjóðum upp á spennandi viðburðadagskrá fyrir alla aldurshópa. Skoðið hvað er í boði hér. 

Staðsetning  

Við erum til húsa í fallegu og björtu húsnæði í Spönginni 41 í Grafarvogi, í næsta nágrenni við ýmiss konar verslun og þjónustu. Aðgengi er gott bæði hvað varðar bílastæði og er lyfta á milli hæða í safninu. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur.

Nánari upplýsingar um aðgengi á staðnum


Allt um Spöngina

Í Spönginni er alltaf hægt að tylla sér niður, fá sér kaffi, kíkja í blöðin eða jafnvel eiga gott spjall og notalega stund með öðrum. Á safninu eru allskonar staðir til að vera á og dvelja, hvort sem er við vinnu, leik eða bara í slökun með góða bók við höndina.   

Hjá okkur er líka hægt að hanga í allskonar sófum eða njóta þess að slaka á í hengirúminu. Það er nóg pláss fyrir börn og fjölskyldur til að njóta samveru á safninu. Oft er líf og fjör þegar unga kynslóðin fjölmennir á safnið, en það er líka notalegt og rólegt að setjast niður og lesa saman.

Barnadeildin 

Barnadeildin er rúmgóð og notaleg. Þar er að finna úrval barnabóka á íslensku, ensku og pólsku. Barnabækur á fleiri tungumálum má finna í öðrum söfnum okkar og senda má bækur á milli safna. Hér má finna yfirlit þeirra tungumála sem finnast í barnadeildum safnanna. 

Tölvur, skanni og prentari 

Ókeypis aðgengi er að tölvum og skanna og einnig er hægt að ljósrita og prenta gögn gegn vægu gjaldi. Sjá nánari upplýsingar um prentun og skönnun.  

Lesrými og salaleiga

Á efri hæðinni er að finna tvö les- og hópavinnuherbergi, Ró og Frið, sem hægt er að bóka án endurgjalds. Á fyrstu hæð er Sjónarhóll, rúmgóður salur sem hægt er að leigja

Viðburða- og sýningarhald

Öllum er frjálst að leggja inn umsókn með tillögu að hvers konar samstarfi, viðburðahaldi, sýningum eða öðrum verkefnum. Hafðu samband og við gerum okkar besta til að svara umsóknum fljótt og vel! 

Í Spönginni er sýningarrýmið Sjónarhóll á neðri hæð en einnig er möguleiki að hengja upp víðar í safninu. Sjónarhóll hentar einnig vel fyrir námskeið og minni viðburði.

Leiðsagnir 

Hægt er að bóka leiðsagnir fyrir skólahópa og aðra hópa sem vilja kynna sér starfsemi og aðstöðu safnsins.

Sjá upplýsingar um alla aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins


Allskonar í boði


Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi.  

Skoðið hvað er í boði


Hafðu samband:

Katrín Guðmundsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Spönginni:
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Spönginni 41, 112 Reykjavík
spongin@borgarbokasafn.is | 411 6230