Aðgengi | Borgarbókasafnið Spönginni

Almenningssamgöngur 

Strætóar nr. 6 (stoppistöð: Borgarholtsskóli), 25 (stoppistöð: Spöngin B) og 6, 7, 18 og 24 (stoppistöð: Borgavegur). Nánari upplýsingar á straeto.is

Hjólastæði 

Ein hjólgrind er fyrir utan safnið. 

Bílastæði og inngangur 

Safnið er staðsett í verslunar- og þjónustukjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Almenn gjaldfrjáls bílastæði eru í miðju verslunarkjarnans og tvö bílastæði fyrir fatlaða eru fyrir framan inngang safnsins. Rampur er af bílastæðinu upp á hellulagða gangstétt. Rennihurð er á safninu sem opnast sjálfkrafa.  

Bókasafnið er á tveimur hæðum, gengið er inn á jarðhæð og hægt er að fara stigann eða taka lyftuna upp á efri hæðina. Engir þröskuldar. Þegar komið er inn á safnið blasir afgreiðslan við og starfsfólk safnsins er ætíð til staðar til að aðstoða notendur. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur. 

Barnavagnar 

Velkomið er að koma með börn í vögnum eða kerrum inn á safnið. Hægt er að fá kerru að láni í afgreiðslu.  

Salerni 

Á jarðhæð eru tvö salerni, annað með aðstöðu fyrir hreyfihamlaða og þar er einnig að finna skiptiborð fyrir ungabörn. Á 2. hæð eru tvö salerni. Öll salerni eru ókyngreind. 

Nestisaðstaða

Á safninu er í boði ókeypis kaffi, te og vatn fyrir notendur. Í kaffihorni á jarðhæð er góð aðstaða til að borða nesti. Hægt er að fá barnastól.  

Hljóðvist og lýsing 

Almenningsbókasöfn eru oft á tíðum erilsöm enda staður fyrir fólk að koma saman á. Talsvert er um heimsóknir skólahópa og ýmis konar viðburðir í boði, jafnt á virkum dögum sem og um helgar. Þrátt fyrir þetta er oft hægt að hitta á rólegar stundir og mögulegt að koma sér vel fyrir á notalegum stað til að sökkva sér niður í lestur, vinnu eða lærdóm, einkum á efri hæð safnsins í opnum eða lokuðum rýmum. Vítt er til veggja og gluggar stórir og því er hljóðvistin ekki mjög góð, sérstaklega á neðri hæð í barnadeild og kaffihorni. Píphljóð berst frá sjálfsafgreiðsluvélum. Led perur eru í loftum en birtan almennt frekar mild en dagsbirtu nýtur við stóra glugga á báðum hæðum. Ljósaseríur eru í gluggum yfir dimmustu mánuðina. 

Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið

 

Nánari upplýsingar veitir:  

Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri  
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6230