Leshringurinn Sveigur

Valin er ein bók í hverjum mánuði sem hópurinn les og fjallar síðan um á næsta fundi. Lesin eru nýleg skáldverk eftir bæði íslenska og erlenda höfunda sem og einstaka ævisaga.
Fyrsti fundur hópsins að haust er í lok ágúst og segir þá hver og einn frá því sem staðið hefur uppúr af þeim bókum sem hann las yfir sumarið. Það sama gerum við á fundi hópsins í lok janúar og ræðum þá hvaða bækur urðu fyrir valinu yfir hátíðarnar.
Leshringurinn hittist ekki í desember, júní, júlí og ágúst.
Hægt er að skrá sig í leshringinn hvenær sem er ársins, svo framarlega sem það er laust pláss.

Fundir fara fram kl. 17:15-18:30 á Borgarbókasafni Spönginni 2. hæð:


Hér má sjá tillögur að lesefni fyrir sumarið sem spjallað verður um í fyrsta leshring haustsins. 

  • Brot - konur sem þorðu eftir Dóru S. Bjarnason
  • Systraklukkurnar eftir Lars Mytting
  • Ekki gleyma mér - minningasaga Kristínar Jóhannsdóttur
  • Violeta eftir Isabel Allende

Ásta Halldóra Ólafsdóttir, sérfræðingur á Borgarbókasafninu Spönginni hefur umsjón með hópnum. Hafir þú hug á að skrá þig í leshringinn er best að senda tölvupóst á asta.halldora.olafsdottir@reykjavik.is.

Sjá HÉR upplýsingar um alla leshringi á Borgarbókasafninu...

Flokkur
Merki
UppfærtMánudagur, 24. júní, 2024 12:49