Velkomin á bókasafnið

Kíktu í heimsókn!

Miðbæjarsafnið okkar er í Grófarhúsi við Tryggvagötu. Þar ráðum við ríkjum á 1., 2. og 5. hæð, en í húsinu er einnig Borgarskjalasafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Það er oft líflegt hjá okkur enda boðið upp á fjölmarga viðburði, smiðjur og sýningar. Á sama tíma er auðvelt að flýja eril miðborgarinnar, grúska á lessvæðinu og týna sér í hillunum. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Fjölbreyttur safnkostur á ýmsum tungumálum í boði.

Komdu og finndu þinn uppáhaldsstað á safninu!

Staðsetning og samgöngur

Þið finnið okkur á Tryggvagötu 15. Auðvelt er að komast á safnið með því að taka strætó úr öllum hverfum borgarinnar, sem stoppa margir hverjir við Lækjartorg. Sjá nánar á vefsíðu Strætó. Bílastæði er m.a. að finna aftan við húsið á gjaldsvæði 1 og einnig er bílastæði á gjaldstæði 2 við höfnina, auk þess sem bílastæðahús er við Vesturgötu í Grjótaþorpinu. 

Barbara Guðnadóttir er safnstjóri í Borgarbókasafninu Grófinni og staðgengill borgarbókavarðar, barbara.gudnadottir@reykjavik.is.

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík
borgarbokasafn@borgarbokasafn.is | s. 411 6100