Allt um fjölmenningarstarfið

Velkomin á Borgarbókasafnið

*English below*

Borgarbókasafnið stendur fyrir fjölda fjölmenningarlegra verkefna með það að markmiði að stuðla að menningarnæmi og -færni í samfélaginu gegnum list, sköpun, gagnvirkar samræður og fjölbreytt tungumál.

Almenningsbókasöfn eru mikilvæg gátt inn í samfélagið en fjölmenningarstarf Borgarbókasafnsins nær langt út fyrir veggi þess. Við störfum með alls konar fólki, félagasamtökum og stofnunum þvert á samfélagið. Má þar nefna mennta- og menningarstofnanir, þjónustumiðstöðvar, grasrótarsamtök, listafólk og einstaklinga sem koma hvaðanæva af úr heiminum. 

Allir eiga sér sína sögu hvaðan sem þeir koma. Í fjölmenningarlegu samfélagi er það sameiginlegt verkefni að flétta þessar sögur saman og búa til nýjar í sameiningu. Það er lykilatriði í starfinu að líta á fjölmenningu sem eitthvað sem tengist öllum borgarbúum og að einstaklingar séu ekki álitnir fulltrúar ákveðinna þjóða. Bókasöfn eru miðstöðvar mannlífs og menningar og þess vegna augljós vettvangur fyrir starfsemi sem sameinar fólk. 

Markmið:

•    Að stuðla að gagnkvæmum skilningi og virðingu og þátttöku í samfélaginu.
•    Að skapa vettvang fyrir menningar- og tungumálamiðlun.
•    Að auka færni innflytjenda í íslensku gegnum raunveruleg og hagnýt samskipti.
•    Að efla tengsl milli allra Reykvíkinga gegnum menningu og listir.
•    Að búa til upplýsandi og fræðandi samráðsvettvang fyrir fjölbreytta hópa í samfélaginu.
•    Að heimsókn í menningarhús Borgarbókasafnsins verði þáttur í daglegu lífi innflytjenda líkt og annarra borgarbúa.
•    Að rjúfa einangrun og efla samhygð með náunganum.

Borgarbókasafnið hefur yfirlýsingu UNESCO/IFLA umfjölmenningarlegt bókasafn að leiðarljósi í starfsemi sinni. 

Sjá stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir“.

Nánari upplýsingar:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar,
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is, s: 4116122 / 6181420

*English

Reykjavik City Library runs several intercultural projects where the goal is to promote intercultural competence in society through the arts, creativity, intercultural dialogue and multiple languages.

The library is an important gateway to society. The intercultural work we do is based on an interdisciplinary co-operation with a wide range of people and partners across society such as social service centres, schools, cultural institutions, NGOs and individuals from all over the world living in Reykjavík. 

Everyone has a story of their own, no matter where they come from. In an intercultural society it is up to all of us to weave these stories together and create new ones. In intercultural work it is crucial to involve all citizens and that individuals are not considered representatives of certain nations all the time. Libraries are culture and community centers and therefore an obvious platform for activities that unite people.

The objective:

• Encourage social integration, understanding and respect.
• Create a gateway to Icelandic culture and language as well as to other cultures and languages represented in Reykjavik.
• Enhance immigrants’ language skills in Icelandic through practical communication.
• Build connections between all citizens of Reykjavik via arts and culture.
• Create an informative forum of communication for diverse groups in society
• Make a visit to the library an integral part of the daily lives of immigrants just like other citizens.
• Break isolation and encourage compassion towards others.

The IFLA/UNESCO Multicultural Library Manifesto is used as a guideline in this work.

See The Reykjavik Department of Culture and Tourism’s policy on diverse culture in the city 2017–2020, Roots and Wings.

Contact:
Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Intercultural Project Manager,
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is,
phone Number: 00354 411-6122 or 00354 618-1420