Lestrarvinir

ATHUGIÐ!

Vegna Covid-19 faraldursins sjáum við okkur ekki annað fært en að gera hlé á Lestrarvinaverkefninu núna í vetur 2021. Vonandi verður ástandið orðið betra næsta haust og þá munum við byrja aftur af fullum krafti. 

 

Lestrarvinir sameina fjölskyldur með aðstoð sjálfboðaliða sem lesa vikulega fyrir börn á heimili barnsins. Hver heimsókn er ein klukkustund að lengd og er verkefnið ætlað fjölskyldum með börn á aldrinum 2 til 8 ára, með lítinn lesskilning.

Verkefnið Lestrarvinir er frá Hollandi og gengur þar undir nafninu VoorleesExpress. Það hófst árið 2006 og hefur síðan þá náð til mörg þúsund barna og sjálfboðaliða og skilað góðum árangri. VoorleesExpress á uppruna sinn að rekja til SodaProducties sem setti fyrsta verkefnið í gang árið 2006. Í dag hefur það tengt 15.000 sjálfboðaliða við 30.000 börn í 40 mismunandi borgum víðsvegar í Hollandi. Verkefnið Lestrarvinir var sett á laggirnar í Reykjavík haustið 2017.

Sjálfboðaliðar Lestrarvina örva lestraráhuga og íslenskukunnáttu barnsins. Sjálfboðaliðinn kemur vikulega í heimsókn á 20 vikna tímabili og kynnir bókaáhuga sinn fyrir barninu og þann sið að lesa upphátt.

Lestrarvinir er hluti af barna- og fjölmenningarstarfi Borgarbókasafnsins og starfi Miðju máls og læsis til að efla lesskilning og lestaraáhuga. Áhugasamir geta fylgst með á Facebook síðu Lestrarvina eða haft samband á lestrarvinir@reykjavik.is

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6170

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 18. apríl, 2023 13:53