Sagnakaffi I Í gegnum glerið
Fabúla

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist

Sagnakaffi | Í gegnum glerið

Miðvikudagur 13. nóvember 2019

Fabúla kemur á Sagnakaffi og leyfir okkur að kíkja í gegnum glerið með sér.
Margrét Kristín Sigurðardóttir, einnig þekkt undir listamannsnafninu Fabúla, hefur starfað sem laga- og textahöfundur frá árinu 1996. Sérkenni hennar eru textar ríkir af myndmáli og draumkennd og leikræn tónlist. Margrét Kristín hefur gefið út fjórar sólóplötur og hefur tvívegis verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún samdi nýverið tónlist fyrir leikverkið Dansandi ljóð, hefur samið tónlist fyrir Rúv og á lög á plötum annarra innlendra og erlendra tónlistarmanna. Margrét Kristín flytur tónlist sína ýmist ein eða með hljómsveit sinni. Á stærri tónleikum er hún þekkt fyrir ævintýralegar sviðsetningar, þar sem hún blandar saman ólíkum listformum, tónlist, leiklist, dansi og vídeógerðarlist, en Margrét er einnig menntuð leikkona.
Á Sagnakaffi mun Margrét Kristín segja frá tilurð ýmissa laga sinna, gefa okkur innsýn í textaheiminn, persónulega reynslu og flytja nokkur laga sinna ein við flygilinn.

Gestir kvöldsins fá einnig að spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu. Sagnakaffið fer venjulega fram í kaffihúsinu í Gerðubergi en núna verður dagskráin í Hólum Gestir geta fengið sér kaffi og með því á undan og í hléi.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.


Nánari upplýsingar veitir:
Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri
Netfang: olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6256 / 664 7718
 

Merki