Djásn eftir Hildi Björnsdóttir
Djásn eftir Hildi Björnsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Sýningar

SamSuða | leyf mér að vaxa | Opnun

Laugardagur 19. október 2019

SamSuða er yfirskrift sýningarraðar í Borgarbókasafninu Kringlunni. SamSuða er stefnumót skapandi einstaklinga þar sem fengið er skáld til að velja verk úr Artóteki Borgarbókasafns og skrifa um þau stuttan texta. Verkin geta verið eftir einn og sama listamanninn eða blanda/samsuða af verkum eftir ýmsa. Verkin og textinn eru síðan sett upp á sýningu í Borgarbókasafninu Kringlunni. 

Að þessu sinni er það ljóðskáldið Elías Knörr sem velur verkin og skrifar um þau texta. Sýningin, sem hann kýs að nefna leyf mér að vaxa, verður opnuð laugardaginn 19. október kl. 15:30. Elías mun flytja textann sinn við opnunina. Léttar veitingar og allir velkomnir.

Eftirtaldar listakonur eiga verk á sýningunni:
Gunnhildur Þórðardóttir 
Hildur Björnsdóttir 
Laura Valentino 
Louise St. Djermoun

Sýningin stendur til 30. nóvember.

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir íslenska listamenn, sem allir eru félagsmenn í Sambandi Íslenskra Myndlistamanna. Markmiðið með Artótekinu er að kynna notendum Borgarbókasafns og öðrum íslenska samtímalist og gefa þeim kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.