Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslenska, English
Fræðsla

Vekjum vorið | Fræ- og plönturæktunarsmiðja með Seljagarði

Miðvikudagur 23. apríl 2025

Taktu þátt í fræðandi kynningu á Seljagarði Borgarbýli með sjálfboðaliðum Seljagarðs, þar sem við skoðum aðferðir til ræktunar bæði innan- og utandyra.

Fjallað verður um:
Inniplönturæktun – Ræktun tómata á gluggasyllum, bestu afbrigðin og ráðleggingar um fræsöfnun.
Fræsöfnun – Hvernig á að safna, þurrka og geyma fræ úr tómötum, ávöxtum, grænmeti og blómum. Aðferðir við að sá gulrótarfræjum. Kynning á Fræsafni – fræbanka Seljagarðs.
Afleggjara  – Verkleg sýnikennsla á því hvernig hægt er að fjölga plöntum með afleggjurum, t.d. oregano, veðhlaupara og peningablómi. Innsýn inn í aðferðir til að fjölga berjarunnum.
Garðrækt – Ræktun grænmetis frá fræi innandyra, í gróðurhúsi og utandyra. Innsýn í hvaða tegundir gefa besta árangurinn.

Fullkomin smiðja fyrir öll áhugasöm um garðyrkju, bæði byrjendur og lengra komin!

Hvað er Seljagarður?
Í Seljagarði er hægt að leigja gróðurreiti og er það eini staðurinn í borginni sem býður bæði upp á útireiti og reiti inni í gróðurhúsi.
Seljagarður var stofnarður árið 2014 af sjálfboðaliðum og íbúum í Seljahverfi og Breiðholti.

Viðburðurinn er hluti af vorhátíð Fríbúðarinnar í Gerðubergi: Vekjum vorið. Með hátíðinni erum við að fagna hringrásinni og í boði eru viðburðir sem tengjast hinum ýmsu vorverkum. Í Fríbúðinni í Gerðubergi eru allir hlutir ókeypis, þangað er hægt að koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar.

Viltu vita meira um Fríbúðina?
Viðburður á Facebook
Vekjum Vorið | Vorhátíð Fríbúðarinnar í Gerðubergi

 

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170