Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Fræðsla

Fríbúð | Fríbúðarkaffi #4 – Guðmundur B. Friðriksson

Miðvikudagur 10. desember 2025

Má bjóða þér að kíkja í kaffi og tengjast nærsamfélaginu?

Í vetur munum við reglulega vera með heitt á könnunni í Fríbúðinni og bjóða góðum gestum í heimsókn. Stundum óformlegt spjall og stundum fræðandi fyrirlestrar. Öll velkomin og allt ókeypis.

Í þetta skiptið mun Guðmundur B. Friðriksson kíkja í kaffi. Guðmundur er umhverfisverkfræðingur og skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg.  Hann hefur starfað að umhverfismálum hjá Reykjavíkurborg í rúm 20 ár og m.a. leitt breytingar á flokkun og sorphirðu í borginni.  Guðmundur mun stikla á stóru um málefni sjálfbærar neyslu, sorphirðu og úrgangsstjórnunar.

Viltu vita meira um Fríbúðina?

Viðburður á facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170