Café Lingua | Stefnumót tungumála
Café Lingua | Stefnumót tungumála í Stúdentakjallaranum

Um þennan viðburð

Tími
18:00 - 19:30
Verð
Frítt
Staður
Café Veröld
Hús Vigdísar
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Spjall og umræður

Café Lingua | Stefnumót tungumála

Fimmtudagur 14. febrúar 2019

*English below

Kæru tungumálaunnendur

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni.

Café Lingua – lifandi tungumál er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Alþjóðlegu miðstöð tungumála og menningar. Eitt af markmiðunum er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Aðrir samstarfsaðilar vorið 2019: Mála- og menningardeild, námsleiðin Íslenska sem annað mál, félögin „Huldumál“ og „Linguae" við Háskóla Íslands og Íslenskuþorpið.

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”.

Sjá nánar um verkefnið hér á heimasíðunni eða í Facebook-hópnum Café Lingua - lifandi tungumál.

Nánari upplýsingar veitir:

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is | s. 411 6100

__________________________________________________

*Dear Language Lovers

Do you want to meet someone who can speak fluently the language you are studying? Do you want to share your native language with someone who wants to master it? This is a unique opportunity to discover new cultures and meet world citizens in Reykjavik and at the same time practice languages in a relaxed atmosphere.

Café Lingua is a platform for those who want to enhance their language skills, Icelandic or other languages, a place to communicate in and about various languages as well as a gateway into different cultures. The goal is to “unveil” the linguistic treasures that have found their way to Iceland, enriching life and culture, as well as giving world citizens the option to express themselves in Icelandic and to introduce their mother tongues to others. The Café Lingua events of the winther/spring are held in the culture houses of Reykjavik City Library, Veröld – House of Vigdís and in Stúdentakjallarinn at the University of Iceland.

Everybody interested in languages and in contributing to the linguistic landscape of Reykjavik is welcome. Free admission.

Café Lingua is run by the Reykjavik City Library and The Vigdís International Centre for Multilingualism and Intercultural Understanding.

Other partners: Faculty of Languages and Cultures, Icelandic as a second language, the student associations Linguae and Huldumál at the University of Iceland and The Icelandic Village.

For further information:

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is | tel. 411 6100