Café Lingua | Táknmál
Café Lingua | Táknmál

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Spjall og umræður

Café Lingua | Táknmál - þú hefur það í hendi þér

Fimmtudagur 7. febrúar 2019

Á þessari Café Lingua-dagskrá gefst tækifæri til að fá að kynnast og nota íslenska táknmálið. Margs konar misskilningur ríkir um táknmál og hér gefst m.a. upplagt tækifæri til að leiðrétta hann.

  • Nei, táknmál er ekki alþjóðlegt mál.
  • Nei, táknmál eru ekki bara teikningar í loftinu eða merkjakerfi.
  • Jú, táknmál eru fullgild, sjálfsprottin og náttúrleg mál sem lúta sömu lögmálum og öll önnur náttúrleg mál.

Stutt fræðsla verður um íslenska táknmálið og hvað hægt er að græða á því að kunna það og nota. Eftir það gefst tækifæri til að spreyta sig í að læra grunnatriði málsins, rifja upp það sem áður hefur verið lært, eða einfaldlega njóta þess að spjalla í þögn við aðra sem kunna málið.

Langar þig til að prófa? Öll eru hjartanlega velkomnir

Málnefnd um íslenskt táknmál skipuleggur viðburðinn.

Sjá nánari upplýsingar um verkefnið Café Lingua.

Tengiliður Málnefndar: 

Hólmfríður Þóroddsdóttir
malnefnd@mit.is | s. 618 5175

Tengiliður Café Lingua Borgarbókasafnsins:

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is | s. 618 1420

Bækur og annað efni