Gunnar Hersveinn og Auður Önnu Magnúsdóttir
Gunnar Hersveinn og Auður Önnu Magnúsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Heimspekikaffi | Hamingja komandi kynslóða

Miðvikudagur 27. mars 2019

Hvers konar líferni þurfa Vesturlandabúar nauðsynlega að tileinka sér til að næstu kynslóðir geti orðið hamingjusamar? Hvaða róttæku kerfisbreytingar verða að eiga sér stað? Hvaða lífsgildi þarf að efla til að vinna bug á græðginni?

Viltu taka þátt í að bjarga heiminum? Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar munu glíma við þessar spurningar í heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 27. mars kl. 20. Enginn skortur er á verkefnum þegar framtíðin er skoðuð út frá umhverfismálum hvað varðar líferni og neysluhyggju á Vesturlöndum og margt er í húfi; lýðræði, frjálslyndi, fjölbreytni og hamingja næstu kynslóða.

Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dagskránni og leiðir gesti í lifandi umræðu um málefnin á aðgengilegan hátt. Hann hefur m.a. skrifað bækurnar Gæfuspor, Orðspor, Þjóðgildin og Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni ásamt Friðbjörgu Ingimarsdóttur. Auður Önnu Magnúsdóttir er doktor í lífefnafræði frá Stokkhólmsháskóla/Karolinska Institut og hefur stundað rannsóknir á því sviði, m.a. hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hún var deildarforseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands áður en hún hóf störf hjá Landvernd.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
661-6178

Bækur og annað efni