Hljóðbækur fyrir alla

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Velkomin

Tæknikaffi | Innkaup á netinu

Fimmtudagur 7. nóvember 2019

Innkaup á netinu eru að færast í aukana á Íslandi og geta sparað tíma og fyrirhöfn og einfaldað daglegt líf.

Hrönn Traustadóttir kemur í Tæknikaffið og kynnir mismunandi leiðir til að versla í matinn, kaupa föt, panta miða á viðburði og margt fleira. Einnig mun hún kynna algengar áskriftarþjónustur og skoða helstu öryggisatriði tengd innkaupum á netinu.

Sjá viðburð á Facebook / Info in English on Facebook

Hrönn mun líka skoða erlendar netverslanir og fara yfir við hverju má búast hvað varðar tolla og heimsendingarkostnað. Kennslan er óformleg og sveigjanleg og leitast er eftir einfaldri nálgun. Við hvetjum fólk til að koma með eigin snjalltæki og tölvur til að auðvelda kennslu og aðgengi.

Hrönn er kennari í listsköpun og hönnun í Tækniskólanum og hefur mikla þekkingu á samfélagsmiðlum og tölvu- og tæknitengdum efnum. 

Tæknikaffið er opið öllum og kostar ekkert. Verið öll velkomin.

Frekari upplýsingar veitir: 
Þorbjörg Karlsdóttir
thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is

Merki