Árelía Eydís Guðmundsdóttir fjallar um tækifæri breytingaskeiðsins til að endurnýja heitin gagnvart sjálfum sér í Kaffihúsinu Gerðubergi
Árelía Eydís Guðmundsdóttir fjallar um tækifæri breytingaskeiðsins til að endurnýja heitin gagnvart sjálfum sér í Kaffihúsinu Gerðubergi

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Lífsstílskaffi I Sterkari í seinni hálfleik

Miðvikudagur 6. nóvember 2019

Árelía Eydís Guðmundsdóttir fjallar um tækifæri breytingaskeiðsins til að endurnýja heitin gagnvart sjálfum sér í Kaffihúsinu Gerðubergi.

Rakin verða helstu  líkamleg, andleg og tilfinningarleg einkenni breytingaskeiðs kvenna og karla. Sjónunum verður beint að því hvað við missum og hvað við öðlumst ef rétt er haldið á spilunum á þessu mikilvæga lífsskeiði sem Árelía kallar seinna kynþroskaskeið fólks. Hún mun fjalla um viðfangsefnið út frá rannsóknum sínum sem m.a. hafa birst í bókinni: Sterkari í seinni hálfleik, Spennandi umbreytingar og heillandi tækifæri í framtíðinni, sem kom út 2017.

Lífsstílskaffi er notaleg kvöldstund þar sem fjallað eru um ólík málefni á fræðandi og skemmtilegan hátt.

 

Nánari upplýsingar:

Hólmfríður Ólafsdóttir verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is | S: 411 6114

Bækur og annað efni