Kort af Heiðmörk
Hér verðum við 25. maí!

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Staður
Heiðmörk
Reykjavík
Hópur
Fyrir alla
Börn
Velkomin

Afmæli Höfðingja í Heiðmörk | Kolefnisjöfnun bókabílsins

Laugardagur 25. maí 2019

Höfðingi, okkar ástkæri bókabíll, verður 50 ára í ár. Slíku stórafmæli ber vitaskuld að fagna með pompi og prakt með fjölskylduvænu trjáplöntunarpartíi í Heiðmörk! Þið eruð vitaskuld öll velkomin, hvort sem þið hafið nýtt ykkur bókabílinn eða viljið bara njóta útiverunnar í góðum félagsskap.

STAÐSETNING
https://goo.gl/maps/MosM2zhwJks

UM VERKEFNIÐ
Borgarbókasafnið gerðist svokallaður landnemi í Heiðmörk af þessu tilefni og mun standa fyrir afmælisveislu úti í náttúrunni. Ástæðan er sú að eftir 50 ár á vegum Reykjavíkur er kominn tími á að kolefnisjafna ferðalag bókabílsins. Skógræktarfélag Reykjavíkur mun gefa bókabílnum helling af afleggjurum í afmælisgjöf, lána okkur tól og tæki og kenna notendum bókasafnsins hvernig á að planta tré.

Við bjóðum ykkur að fagna með okkur í Heiðmörk, þiggja léttar veitingar, hlusta á sögustund í bílnum, njóta útiveru og planta nokkrum trjám í leiðinni!

HVERNIG KEMST ÉG Í HEIÐMÖRK?
Við hvetjum bílandi að bjóða þeim sem ekki eru á bíl far. Notið athugasemdakerfi viðburðarins á Facebook til að auglýsa eftir fari og farþegum!

Höfðingi

HVERSU MÖRGUM TRJÁM ÞURFUM VIÐ AÐ PLANTA?
Okkur reiknast til að bílarnir þrír sem sinnt hafa starfi bókabílsins á þessum 50 árum hafi keyrt um 1.000.000 kílómetra og það þýðir að við þurfum að gróðursetja um 5000 tré á þessu ári. Við vonum að sem flestir geti lagt okkur lið í afmælisveislunni 25. maí og hjálpað okkur að komast sem næst takmarkinu. Þá munu trén sem við plöntum kolefnisjafna fortíð bókabílsins á næstu 30 árum!

Info in English on Facebook.