Tónlistarskóli Árbæjar í Borgarbókasafninu í Árbæ
Tónlistarskóli Árbæjar í Borgarbókasafninu í Árbæ

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Tónlist

Tónlistarskóli Árbæjar í Borgarbókasafninu

Fimmtudagur 5. desember 2019

Tónlistarskóli Árbæjar mun halda heimilislega eftirmiðdagstónleika í bókasafninu í Árbæ. Nemendurnir sem koma fram eru bæði byrjendur og lengra komnir og leika á píanó og gítar.

Í skólanum eru um 170 nemendur og koma þeir langflestir úr Árbæjarhverfinu.  Tónlistarskóli Árbæjar kennir í langflestum grunnskólum hverfisins; Árbæjarskóla, Ártúnsskóla, Selásskóla, Norðlingaskóla og Ingunnarskóla.  

Tónleikarnir eru um 45 mínútna langir og er enginn aðgangseyrir. Komið og njótið fallegrar tónlistar í hlýlegu bókaumhverfi. Allir velkomnir.

 

Nánari upplýsingar veitir: Jónína Óskarsdóttir

jonina.oskarsdottir@reykjavik.is