Blaka eftir Rán Flygenring

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Bókmenntir
Börn
Föndur

Lestrarhátíð | Sögustund og (leður) Blökusmiðja með Rán Flygenring 

Miðvikudagur 26. nóvember 2025

Rán Flygenring les úr Blöku og stýrir (leður) Blökusmiðju fyrir alla fjölskylduna. 

Í barnabókinni Blöku erum við stödd í svartasta skammdeginu og Vaka, Kókos og pabbi undirbúa sig fyrir sólarlandaferð. Þau ætla að heimsækja vatnsrennibrautagarð og belgja sig út af ís. En þegar þau koma auga á rammvillta leðurblöku grípur um sig skelfing og áform þeirra fljúga út í veður og vind. Óhrædd við myrkrið tekur Vaka afdrifaríka ákvörðun sem snýr veröldinni á hvolf. 

Boðið verður upp á kakó og smákökur 

 

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Verkefnastjóri | bókmenntir og lestrarhvatning
thorgerdur.agla.magnusdottir@reykjavik.is | 411 6149

 

Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur. Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar. 

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins er styrkt af Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.

Lestrarhátíð Borgarbókasafnsins fyrir börn og fjölskyldur 22. - 29. nóvember 2025

 

 

Bækur og annað efni