
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2025 afhent
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi og fyrst veitt í apríl 2019. Reykjavíkurborg veitir verðlaunin árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er þeim ætlað að styðja við nýsköpun í greininni.
Verðlaunahafi ársins 2025
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2025 voru veitt 4. september.
Verðlaunahafinn í ár er Nanna Rögnvaldardóttir og hlýtur hún verðlaunin fyrir handritið að skáldsögunni Flóttinn á norðurhjarann sem kemur út í haust hjá Forlaginu. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri afhenti verðlaunin, nánar á vef Reykjavíkurborgar.
Við óskum Nönnu hjartanlega til hamingju með heiðurinn og hlökkum til að lesa bókina!
Hér fyrir neðan má sjá bækur sem hlotið hafa Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.