
Um þennan viðburð
Lestrarhátíð | Sögustund í Rækjuvík og smábókasmiðja - Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir les úr Rækjuvík og stýrir smábókasmiðju fyrir alla fjölskylduna.
Um Rækjuvík: Eftir langan, dimman vetur og vægast sagt glatað vor, er sólin loksins mætt til Reykjavíkur. Tvíburasystkinin Inga og Baldur eru komin í sumarfrí og forvitni þeirra er vakin þegar þau finna dularfullt flöskuskeyti. Þau ákveða að rannsaka málið á sinn einstaka hátt og ævintýri hversdagsins hefjast! Rækjuvík er bráðskemmtileg, fyndin, litrík og falleg bók um systkini sem eru jafn ólík og dagur og nótt. Hún er sjálfstætt framhald Grísafjarðar og Héragerðis.
Boðið verður upp á kakó og smákökur
Vikuna 22. - 29. nóvember, í aðdraganda aðventu, heldur Borgarbókasafnið lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Lögð er áhersla er á að skapa notalegar stundir fyrir börn og fjölskyldur. Höfundar mæta og lesa úr jólabókunum og stýra föndursmiðjum og boðið upp á heitt kakó og smákökur. Hér má finna dagskrá Lestrarhátíðar.