Litla bókasafnið heimsækir leikskóla

Litla bókasafnið heimsækir leikskóla

Í byrjun september fór fyrsta sending af Litla bókasafninu á yngstu deild allra leikskóla í Reykjavík. Litla bókasafnið er fallegt bókahús, stútfullt af harðspjaldabókum, ætlað að vekja forvitni og lestrargleði hjá yngstu börnunum. Litlu bókasöfnin, sem öll innihalda ólíkar bækur, munu flakka á milli leikskólanna og stoppa á hverjum stað í mánuð í senn.

Með Litla bókasafninu fá börnin og foreldrar kveðju frá Borgarbókasafninu ásamt umsóknarblaði fyrir fyrsta bókasafnskortinu. Einnig fá þau bækling frá Bókmenntaborginni með myndum og texta eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, barnabókahöfund og teiknara, sem leiðbeinir hvernig hægt er að hlúa að lestraruppeldi barnsins frá unga aldri.

Það verður gaman að fara með Litla bókasafnið á milli leikskólanna og kynna starf og þjónustu Borgarbókasafnsins.

Flokkur
Merki
UppfærtÞriðjudagur, 16. september, 2025 07:42