Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Vikuna 22. - 29. nóvember heldur Borgarbókasafn lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur í öllum átta bókasöfnum borgarinnar. Hátíðin hefst í bókasafninu í Gerðubergi í Breiðholti með kórsöng og upplestrum höfunda úr glænýjum barnabókum. Hátíðinni lýkur með sögustund og jólaballi í bókasafninu í Spöng í Grafarvogi.
Dagskrá:
Laugardagur 22. nóvember 13.00 - 15.00
Bókasafnið Gerðubergi
Opnunarhátíð með sögum, söng og vinabókasmiðju
Barnakórinn Graduale Liberi syngur nokkur lög úr Dýrunum á Fróni
Gunnar Helgason les úr nýjustu barnabók sinni Birtingi og símabanninu.
Embla Bachmann les einnig úr nýrri bók sem nefnist Paradísareyjan.
Iðunn Arna Björgvinsdóttir myndhöfundur bókaflokkins vinsæla Bekkurinn minn stjórnar vinabókasmiðja útfrá bókaflokknum.
Boðið verður upp á kakó og smákökur
Sunnudagur 23. nóvember kl.13.00 - 15.00
Bókasafnið Árbæ
Sögustund og furðufiskasmiðja
Ragnheiður Gestsdóttir (dóttir Rúnu) les og stýrir furðufiskasmiðju úr Rauða fiskinum eftir Rúnu í tilefni endurútgáfu á þessari klassísku barnabók.
Boðið verður upp á kakó og smákökur.
Mánudagur 24. nóvember kl. 16.00 - 17.00
Bókasafnið Klébergi
Persónusköpun með Bergrúnu Írisi
Bergrún Íris Sævarsdóttir stýrir persónusköpunarsmiðju fyrir börn og fjölskyldur
Boðið verður upp á kakó og smákökur
Þriðjudagur 25. nóvember kl. 16.30 - 18.00
Bókasafnið Grófinni
Sögustund í Rækjuvík og smábókasmiðja
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir les úr Rækjuvík og stýrir smábókasmiðju fyrir alla fjölskylduna.
Boðið verður upp á kakó og smákökur
Miðvikudagur 26. nóvember kl. 16:30 -18:00
Bókasafnið Úlfarsárdal
Sögustund og smiðja
Rán Flygenring les úr Blöku og stýrir (leður) Blökusmiðju fyrir alla fjölskylduna.
Boðið verður upp á kakó og smákökur
Fimmtudagur 27. nóvember kl. 16:30 – 18:00
Bókasafnið Sólheimum
Teiknismiðja og sögustund með Obbuló í Kósímó
Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson höfundar bókanna um Obbuló í Kósímó koma í heimsókn í safnið. Kristín Helga les úr nýjustu bókinni um Obbuló, Obbuló í Kósímó - Gjafirnar og Halldór Baldursson stýrir teiknismiðju.
Boðið verður upp á kakó og smákökur
Föstudagur 28. nóvember kl. 16:30 – 18:00
Bókasafnið Kringlunni
Hvítur föstudagur! Sögustund með bangsa, hvítt kakó og krakkajóga.
María Shanko byjar viðburðinn með skemmtilegu krakkajóga.
Þórarinn Eldjárn ætlar að lesa úr nýjustu barnabókinni Bangsapokanum.
Ævar Þór Benediktsson les úr Þín eigin saga - Gleðileg jól og Þín eigin saga - Piparkökuborgin.
Boðið verður upp á hvítt kakó og hvítar smákökur.
Laugardagur 29. nóvember 14.00 - 16.00
Bókasafnið Spönginni
Sögustund og jólaball
Birna Daníelsdóttir les fyrir börnin úr nýrri bók, Ég bý í risalandi
Yrsa Þöll Gylfadóttir og Gunnar Theódór Eggertsson lesa úr Jólabókaorminum.
Gengið kringum jólatré og sungið við undirleik, jólasveinar koma í heimsókn og allir krakka fá pakka.
Boðið verður upp á kakó og smákökur.