Lestrargengið í 112 - Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
íslenska
Bókmenntir
Spjall og umræður

Lestrargengið í 112 | Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur

Þriðjudagur 28. janúar 2025

Langar þig að vera með í leshringnum okkar?

Lestrargengið í 112 kemur saman einu sinni í mánuði til að spjalla og spekúlera í bókmenntum af ýmsum toga eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda.

Markmiðið er að skapa vettvang til að ræða og skiptast á skoðunum um bókmenntir og eiga saman notalega stund á bókasafninu.

Við hittumst á Borgarbókasafninu Spönginni, síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:30 – 17:30.

Að þessu sinni ræðum við skáldsöguna Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í rökstuðningi var bókinni lýst með eftirfarandi hætti:

„Í Ör kynnumst við miðaldra karlmanni sem ferðast til stríðshrjáðs Evrópulands í þeim tilgangi að fyrirfara sér, með verkfærakassa í farteskinu. Meðan á ferðinni stendur rennur upp fyrir honum að allir eiga sér verkfærakassa og geta valið hvernig þeir beita verkfærunum. Ör er lítil bók með stórt hjarta. Hún er full af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli og spyr jafnframt áleitinna spurninga um lífið og dauðann, um einstaklinginn gegn heildinni, um forréttindi fólks, réttindi þess og skyldur í heiminum. Ekki síst þá skyldu að leyfa mennskunni að storka myrkrinu.“

Leslistinn fyrir næstu skipti:

25. febrúar
Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez

25. mars
Hjálparsagnir hjartans eftir Péter Esterházy í þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur

29. apríl
Kjörbúðarkonan eftir Sayaka Murata í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur

27. maí
Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmundsdóttur

 

Leshringurinn á Facebook
Sjá yfirlit yfir alla leshringi Borgarbókasafnsins

 

Skráning og nánari upplýsingar:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Bækur og annað efni