Um þennan viðburð
Lestrargengið í 112 | Kjörbúðarkonan eftir Sayaka Murata
Langar þig að vera með í leshringnum okkar?
Lestrargengið í 112 kemur saman einu sinni í mánuði til að spjalla og spekúlera í bókmenntum af ýmsum toga eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda.
Markmiðið er að skapa vettvang til að ræða og skiptast á skoðunum um bókmenntir og eiga saman notalega stund á bókasafninu.
Við hittumst á Borgarbókasafninu Spönginni, síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:30 – 17:30.
Í apríl kynnumst við kjörbúðarkonunni Keiko Furukura sem finnur sínar eigin óvenjulegu leiðir til að aðlagast og falla betur inn í samfélagið, þar sem hún hefur fram að þessu verið á skjön við öll viðtekin norm. Í kjörbúðinni skilur hún og fylgir reglum handbókarinnar en heimurinn utan kjörbúðarinnar er öllu meiri áskorun og Keiko finnur sínar eigin leiðir til að mæta kröfum vina og vandamanna sem finnst kominn tími á að hún finni sér maka og taki næstu skref.
Bókin er eftir japanska rithöfundinn Sayaka Murata og hefur verið þýdd á fjölda tungumála.
Leslistinn fyrir síðasta skiptið á þessu misseri:
27. maí
Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Leshringurinn á Facebook
Sjá yfirlit yfir alla leshringi Borgarbókasafnsins
Skráning og nánari upplýsingar:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115