
Lásló Krasznahorkai hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2025
Ungverski rithöfundurinn Lásló Krasznahorkai hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2025. Samkvæmt umsögn dómnefndar hlýtur Krasznahorkai verðlaunin „fyrir sannfærandi og framsýnt höfundarverk sitt sem, mitt í hryllingi heimsendis, staðfesti kraft listarinnar“. Aðeins ein bók hefur komið út á íslensku eftir Krasznahorkai og er það nóvellan Síðasti úlfurinn (Ungv. Az utolsó farkas) í þýðingu Einars Más Hjartarsonar. Bókaútgáfan Dimma gaf út árið 2017.
Hann er annar ungverski höfundurinn sem hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum en Imre Kertész hlaut verðlaunin árið 2002.
Í ár eru slétt 70 ár síðan Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955.
Mynd af höfundi fengin af vef Nóbelsverðlaunanna: Portrait of László Krasznahorkai. Photo: Miklós Déri, CC BY-SA 4.0 via Wikimedia Commons
Frekari upplýsingar um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2025: https://www.nobelprize.org/prizes/literature/2025/krasznahorkai/facts/