Um þennan viðburð
Lestrargengið í 112 | Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez
Langar þig að vera með í leshringnum okkar?
Lestrargengið í 112 kemur saman einu sinni í mánuði til að spjalla og spekúlera í bókmenntum af ýmsum toga eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda.
Markmiðið er að skapa vettvang til að ræða og skiptast á skoðunum um bókmenntir og eiga saman notalega stund á bókasafninu.
Við hittumst á Borgarbókasafninu Spönginni, síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:30 – 17:30.
Að þessu sinni spjöllum við um bókina Hundrað ára einsemd eftir kólumbíska Nóbelsverðlaunahafann Gabiel Garcia Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Um er að ræða ættarsögu Búendíafjölskyldunnar sem nemur land og reisir þorpið Macondo en í sögu þeirra endurspeglast átakasaga Suður- Ameríku á magnaðan hátt.
Áhugasöm get samhliða lestrinum horft á þáttaröð byggða á bókinni á Netflix.
Leslistinn fyrir næstu skipti:
25. mars
Hjálparsagnir hjartans eftir Péter Esterházy í þýðingu Jónu Dóru Óskarsdóttur
29. apríl
Kjörbúðarkonan eftir Sayaka Murata í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur
27. maí
Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Leshringurinn á Facebook
Sjá yfirlit yfir alla leshringi Borgarbókasafnsins
Skráning og nánari upplýsingar:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115