Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur
Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
íslenska
Bókmenntir
Spjall og umræður

Lestrargengið í 112 | Moldin heit eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur

Þriðjudagur 27. maí 2025

Langar þig að vera með í leshringnum okkar?

Lestrargengið í 112 kemur saman einu sinni í mánuði til að spjalla og spekúlera í bókmenntum af ýmsum toga eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda.

Markmiðið er að skapa vettvang til að ræða og skiptast á skoðunum um bókmenntir og eiga saman notalega stund á bókasafninu.

Við hittumst á Borgarbókasafninu Spönginni, síðasta þriðjudag hvers mánaðar kl. 16:30 – 17:30.

Að þessu sinni spjöllum við um bók sem kom út fyrir þessi jól. Birgitta Björg Guðmarsdóttir er ungur og upprennandi höfundur en Moldin heit er önnur skáldsaga hennar.

Í umsögn sinni í Kiljunni segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir m.a. „Þarna fléttast saman dansinn og lífið. Ég held þetta sé líkamlegasta bók sem ég hef lesið lengi og það er snilldarlega vel farið með það. Hún er virkilega efnileg, þessi höfundur.“

Bókin hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en hefur fengið misjafnar umsagnir og því áhugavert að lesa bókin og taka umræðuna í leshringnum.

 

Leshringurinn á Facebook
Sjá yfirlit yfir alla leshringi Borgarbókasafnsins

 

Skráning og nánari upplýsingar:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Bækur og annað efni