Fríða Ísberg og Steinunn Sigurðardóttir á Bókakaffi í Gerðubergi
Fríða Ísberg og Steinunn Sigurðardóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Bókakaffi | Skáldatal

Fimmtudagur 4. apríl 2019

*English below*

ATHUGIÐ: BREYTTUR TÍMI OG STAÐSETNING

Vegna veikinda fellur viðburðurinn í Gerðubergi, miðvikudag 20. mars niður. Bókakaffið fer í staðinn fram á Borgarbókasafninu í Kringlunni, fimmtudag 4. apríl kl. 17.30-19

Unfortunately, the event planned in Gerðuberg for March 20th has been canceled. Instead, the Literary Café will take place in Reykjavik City Library Kringlan on Thursday, April 4, 5.30 pm - 7 pm.

 

Hvernig er að vera ungur rithöfundur í dag? Hvernig var það fyrir hálfri öld síðan?


Steinunn Sigurðardóttir er eitt þekktasta skáld Íslendinga. Steinunn fagnar bóklegu stórafmæli í ár, þegar liðin verða fimmtíu ár frá því að fyrsta ljóðabók hennar, Sífellur, kom út. Steinunn sendi frá sér sína tíundu ljóðabók nú fyrir jólin, Að ljóði munt þú verða. Þar áður sendi hún frá sér Af ljóði ertu komin árið 2016. Steinunn hefur sent frá sér fjölda skáldsagna, skrifað leikrit, smásögur og ævisögur. Í Tímaþjófnum, fyrstu skáldsögu Steinunnar, sem kom út árið 1986 og hlaut í kjölfarið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, renna ljóð og prósi svo saman í hjónaband. Tímaþjófurinn og eftirminnileg söguhetja hans, kennslukonan Alda Ívarsen, lifa raunar enn góðu lífi, því Alda sást síðast á fjölum Þjóðleikhússins veturinn 2017 í túlkun Nínu Daggar Filippusdóttur. Auk Tímaþjófsins hefur skáldsaga Steinunnar, Hjartastaður, einnig hlotið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, og að auki hlaut Hjartastaður Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995. Steinunn hefur einnig skrifað ævisögur og leikrit. Nýjasta kvenhetja hennar er Heiða Guðný Ásgeirsdóttur, náttúruverndarkona og fjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu.  


Fríða Ísberg er með eftirtektarverðustu höfundum sinnar kynslóðar. Fyrsta ljóðabók Fríðu, Slitförin, kom út árið 2017 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, en fyrir bókina hlaut Fríða Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Smásagnasafnið Kláði var með umtöluðustu bókum jólavertíðarinnar 2018, en hún hlaut einnig tilnefningu til Fjöruverðlaunanna. „Umfjöllun um mannleg tengsl og tengslaleysi liggur eins og rauður þráður í gegnum bókina auk þess sem hún endurspeglar á næman hátt þær kröfur sem nútímasamfélag gerir til fólks en ekki síður þær sem við gerum sjálf, meðvitað eða ómeðvitað, til annarra. Kláði er spriklandi ferskt skáldverk, dregið beint upp úr samtímanum,“ segir í umfjöllun dómnefndar.  Fríða hefur auk þess gefið út ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd og Ég er fagnaðarsöngur ásamt ljóðakollektífinu Svikaskáldum.

 

*English* 

Authors and poets Steinunn Sigurðardóttir and Fríða Ísberg read from their works and discuss their writing. What is it like to be a young author today? What was it like 50 years ago?

Steinunn Sigurðardóttir is one of Iceland's most experienced and loved authors. Her latest book, the poetry collection Að ljóði munt þú verða, was published in 2018. This year marks the fiftieth anniversary of Steinunn's very first book, Sífellur. Steinunn has written poetry, novels, plays and biographies. Two of her novels, Tímaþjófurinn and Hjartastaður, have been nominated for the Nordic Council Literature Prize. Hjartastaður was awarded the Icelandic Literary Prize in 1995. 

Fríða Ísberg is one of the most interesting young writers working in Iceland today. Her latest book, the short story collection Kláði, was very well received in 2018 and was nominated for Fjöruverðlaunin, The Icelandic Women's Literature Prize. As was her precvious poetry collection, Slitförin, published in 2017. Fríða is part of the poets' collective Svikaskáld, or Impostor Poets. 

 The reading and talk will take place in Icelandic.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri, sunna.dis.masdottir@reykjavik.is, s. 699 3936