Skrifstofan - Ritlistarnámskeið
Skrifstofan - Ritlistarnámskeið

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla

Skrifstofan | Smátextar – frá örsögu til útgáfu

Miðvikudagur 4. september 2019

Ert þú skúffuskáld og langar að senda frá þér texta? Eða færðu ótal hugmyndir að sögum og sögubrotum en kemur þér ekki að því að koma þeim á blað? Borgarbókasafnið býður þér að slást í hóp annarra höfunda á námskeiðinu Smátextar – frá örsögu til útgáfu. 

Sunna Dís Másdóttir, upphafskona Skrifstofunnar og fyrrverandi verkefnastjóri bókmennta á Borgarbókasafninu, heldur utan um námskeiðið. 

Fyrirkomulag: Námskeiðið er tvískipt. Kennt verður í smiðjuformi á miðvikudögum frá kl. 16.30-18.30 í september. Í október og nóvember verður boðið upp á fjarkennslu þar sem nemendur vinna texta sína áfram, lesa yfir hver hjá öðrum og búa til útgáfu. 

Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 20.
Skráning: sunnadis@gmail.com

Skrifstofan er ritsmíðaverkstæði og samfélag skrifandi fólks. Þar getur fólk komið saman og unnið að ritstörfum sínum; einbeitt sér að skrifum í hvetjandi umhverfi; fundið ritfélaga til þess að lesa yfir texta eða skiptast á skoðunum við; sótt sér innblástur í bækur og annað efni eða fundið samfélag annarra höfunda.
Skrifstofan er opin öllum sem hafa áhuga á skrifum og ritstörfum. Sjá frekari upplýsingar um Skrifstofuna...


September– kennt í þremur tímum á Skrifstofunni í Kringlunni. 

4. september: Örsögur
Örsögur bæði íslenskra og erlendra höfunda skoðaðar, textinn lesinn og rannsakaður. Stílæfing í tíma og upplestur. 

11. september: Ljóð
Hvað er ljóð? Hvað eiga þau sameiginlegt og hvað greinir þau frá öðrum textum? Ljóð íslenskra og erlendra höfunda frá ýmsum tímum rannsökuð. Stílæfing í tíma og upplestur. 

18. september: Að rýna texta
Hvernig les maður yfir og rýnir texta, eftir sjálfan sig og/eða aðra? Hvernig er gott að setja fram rýni? Nemendur lesa upp texta sem þau hafa skrifað í fyrri tímum og hópurinn rýnir hann í sameiningu. 


Október – nóvember: Fjarkennsla

Restin af námskeiðinu fer fram í fjarkennslu. Nemendum er frjálst, og þeir hvattir til, að mæta á Skrifstofuna á opnunartíma hennar. Skil á efni miðast við skil til kennara í tölvupósti. 

2. október: 
Venjuleg Skrifstofa. Nemendur hvattir til að mæta, skrifa og lesa upp örsögur fyrir aðra. 

16. október: 
Venjuleg Skrifstofa. Nemendur velja 2 örsögur úr sínu efni til að skila til kennara í tölvupósti. Kennari les yfir og skilar endurgjöf um hvern texta. 

30. október: 
Venjuleg Skrifstofa. Nemendur hvattir til að mæta, skrifa og lesa upp ljóð fyrir aðra. 

13. nóvember: 
Venjuleg Skrifstofa. Nemendur velja 2 ljóð úr sínu efni til að skila til kennara í tölvupósti. Kennari les yfir og skilar endurgjöf um hvern texta. 

20. nóvember: 
Lokaskil.  Nemendur velja tvo af sínum uppáhalds textum til birtingar. 
 

Nánari upplýsingar veita:

Sunna Dís Másdóttir
sunnadis@gmail.com

Guðríður Sigurbjörnsdóttir
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is