Samvera | Aðventuupplestrar
Bókajól á Borgarbókasafninu
Njóttu aðventunnar með okkur á Borgarbókasafninu!
Hvernig hljómar að taka frí frá áreiti og neyslu og setjast niður með heita súpu eða kakóbolla og hlusta á rithöfunda lesa upp úr glænýjum bókum, í notalegu umhverfi bókasafnsins? Það hljómar eins og draumur – jóladraumur – er það ekki? En þetta er satt!
Borgarbókasafnið býður upp á aðventuupplestra á öllum söfnum sínum, með mismunandi þema. Þrír höfundar lesa upp á hverjum stað og boðið er upp á heitt kakó eða heita súpu, eftir því hvort lesið er upp í hádeginu eða eftirmiðdaginn.
Dagskráin er svohljóðandi:
30. nóvember | Borgarbókasafnið Spönginni
kl. 12:00 - 13:00
Söguleg skrif
Guðjón Friðriksson : Börn í Reykjavík
Guðrún Jónína Magnúsdóttir : Rokið í stofunni
Valur Gunnarsson : Berlínarbjarmar
Boðið verður upp á heita súpu og brauð
30. nóvember | Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
kl. 14:30-15:30
Barnadagskrá
Þórarinn Eldjárn : Hlutaveikin og Dótarímur
Rán Flygenring : Tjörnin
Kristín Helga Gunnarsdóttir : FíaSól í logandi vandræðum
7. desember | Borgarbókasafnið Sólheimum
kl. 12:00 - 13:00
Skáldævisögur
Guðrún Eva Mínervudóttir : Í skugga trjánna
Elísabet Jökulsdóttir : Límonaði frá Díafaní
Þórdís Þúfa : Þín eru sárin
Boðið verður upp á heita súpu og brauð
8. desember | Borgarbókasafnið Árbæ
kl. 14:00 - 15:00
Ævisögur
Kristín Svava Tómasdóttir : Duna
Bragi Ólafsson : Innanríkið - Alexíus
Auður Styrkárs : Kona á buxum
Boðið verður upp á heitt kakó
14. desember | Borgarbókasafnið Gerðubergi
kl. 14:00 - 15:00
Vinátta
Tómas Ævar Ólafsson : Breiðþotur
Brynja Hjálmsdóttir : Friðsemd
Jónas Reynir Gunnarsson : Múffa
Boðið verður upp á heitt kakó
15. desember | Borgarbókasafnið Grófinni
kl. 12:00 - 13:00
Samtíminn
Sunna Dís Másdóttir : Kul
Þórdís Gísladóttir : Aðlögun
Halldór Armand Ásgeirsson : Mikilvægt rusl
Boðið verður upp á heita súpu og brauð
Viðburðirnir eru ókeypis og öllum opnir!
Njóttu skáldskapar, fræða, hugmynda, innblásturs og samveru á aðventunni.
Ekki láta þig vanta á Borgarbóksafninu!