Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
íslenska
Bókmenntir

Bókajól | Söguleg skrif í Spönginni

Laugardagur 30. nóvember 2024

Bókajól á öllum söfnunum!

Taktu frí frá áreiti og neyslu og njóttu aðventunnar í faðmi nýútkominna bóka! Borgarbókasafnið býður upp á aðventuupplestra á öllum söfnum sínum, með mismunandi þema. Þrír höfundar lesa upp á hverjum stað og boðið er upp á kakó eða súpu, eftir því hvort lesið er upp í hádeginu eða eftirmiðdaginn. Hér er heildardagskrá viðburðaraðarinnar.

 

Í Spönginni er þemað Söguleg skrif

 Dagskrá:
 Guðjón Friðriksson - Börn í Reykjavík
 Guðrún Jónína Magnúsdóttir - Rokið í stofunni
 Valur Gunnarsson - Berlínarbjarmar

 

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn!
Boðið verður upp á heita súpu og brauð.

 

Um bækurnar: 

Börn í Reykjavík: Einstaklega glæsilegt og áhugavert stórvirki um líf barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga, prýtt hátt á sjötta hundrað ljósmynda. Börnin birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá námi þeirra og skyldum, leikjum, skemmtunum og félagsstarfi, auk þess sem fjallað er um þróun í barnaverndar-, uppeldis- og skólamálum.

Rokið í stofunni: Hersetin Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka er handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald. Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Þar voru vistaðar  stúlkur er gef'ið var að sök að hafa átt náið samneyti við erlent setulið í landinu.  Sagan sem hér er sögð af stuttu og erfiðu lífi þessarar stúlku byggir á dagbókum forstöðukonu á Kleppjárnsreykjum, lögregluskýrslum, dómum, bréfum, kirkjubókum og munnlegri frásögn þolenda. 

Berlínarbjarmar: Sagnfræðingurinn Valur Gunnarsson kryfur hér sögu hinnar margslungnu Berlínar og nágrennis frá mörgum hliðum allt frá tímum keisara, nasista, heimsstyrjalda og svo aðskilnaðar til falls múrsins. Við sögu koma meðal annarra hin þýska langamma höfundar, goðsögnin David Bowie og ýmsir lykilleikmenn í sögu Evrópu.


Ekki láta þig vanta!

Viðburður á Facebook

 

Nánari upplýsingar:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
verkefnastjóri bókmennta

Bækur og annað efni