Leshringurinn Bókameistarar í Borgarbókasafninu Grófinni

Leshringur | Bókameistarar

Viltu lesa skemmtilegar og djúpar heimsbókmenntir sem mótað hafa heilu samfélögin – og hljóma gáfulega í leiðinni? Þá er þetta bókaklúbburinn fyrir þig!

Bókameistarar ætla að hittast í Borgarbókasafninu Grófinni alla miðvikudaga milli 17:00 og 18:00 frá 26. mars – 28. maí.
Hópurinn hentar bæði lengra komnum og þeim sem hefur lengi langað að byrja að lesa en vita ekki hvar þeir eiga að byrja.

Við ætlum að lesa og spá í klassískum bókum eftir erlenda og íslenska höfunda. Ungt fólk er sérstaklega velkomið og eina skilyrðið fyrir val á bók er að hún má ekki vera leiðinleg.

Ekki þarf að skrá sig til þátttöku, bara mæta!

Leshringurinn á Facebook
Sjá yfirlit yfir alla leshringi og spjallhópa Borgarbókasafnsins

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ísak Gabríel Regal, bókavörður
isak.gabriel.regal@reykjavik.is | 411 6100

Flokkur
UppfærtMánudagur, 17. mars, 2025 15:49