
Um þennan viðburð
Lestrargengið í 112 | Seint og um síðir
Við þjófstörtum haustinu í lok ágúst með því að lesa bókina Seint og um síðir – sögur af körlum og konum eftir Claire Keegan frá 2023. Um er að ræða þrjár stuttar en ólíkar smásögur sem allar fjalla um samskipti kynjanna. Claire Keegan hefur vakið mikla athygli fyrir verk sín og hlotið ýmsar viðurkenningar. Hún var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í vor.
Lestrargengið í 112 kemur saman einu sinni í mánuði til að spjalla og spekúlera í bókmenntum af ýmsum toga eftir jafnt íslenska sem erlenda höfunda. Þetta misserið ætlum við þó að eingöngu að lesa þýdd skáldverk eftir írska samtímarithöfunda. Markmiðið er að skapa vettvang til að ræða og skiptast á skoðunum um bókmenntir og eiga saman notalega stund á bókasafninu.
Við hittumst á Borgarbókasafninu Spönginni og komum okkur vel fyrir í hornsófanum á 2. hæðinni.
Leslistinn:
26. ágúst
Seint og um síðir - sögur af konum og körlum eftir Claire Keegan
2. september
Miðnæturrósin eftir Lucinda Riley
7. október
Brúðarmyndin eftir Maggie O'Farrell
4. nóvember
Strákurinn í röndóttu náttfötunum eftir John Boyne
2. desember
Millileikur eftir Sally Rooney
Sjá yfirlit yfir alla leshringi Borgarbókasafnsins
Skráning og nánari upplýsingar:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115